Nauðsynlegt er fyrir þá sem stunda sveppatínslu að geta greint ætisveppi frá þeim óætu.
Nú er tími sveppatínslu en áhugi á neyslu ætisveppa hefur aukist á Norðurlöndunum undanfarna áratugi er fram kemur í grein á vef Matvælastofnunar.
„Nauðsynlegt er fyrir þá sem stunda sveppatínslu eða -ræktun að búa yfir nægjanlegri þekkingu á ætisveppum til geta greint ætisveppi frá þeim óætu,“ segir í greininni.
Þá er bent á skýrslu sem Norræna ráðherranefndin hefur gefið út. Í skýrslunni er að finna ráðleggingar um ætisveppi. „Markmið skýrslunnar er að m.a. að tryggja að neytendum bjóðist sveppir sem eru rétt tegundagreindir og öruggir til neyslu.“
Hlekk á skýrsluna er að finna hérna.