Dr Hossam Abu Safiya, forstjóri Kamal Adwan-sjúkrahússins í norðurhluta Gaza, hefur deilt myndbandi sem sýnir skelfinguna og óttann sem sprengjuárás Ísraela á spítalann í dag, meðal sjúklinga og starfsfólks.
Myndbandið, sem hefur verið sannreynt af Al Jazeera, var birt á Instagram-reikningi Abu Safiya. Myndbandið sýnir frá efri hæð sjúkrahússins verða fyrir sprengjuárás Ísraelshers og hjúkrunarfræðinga og særða sjúklinga á flótta og einhver kalla í ofvæni: „Sækið börnin! Sækið börnin!“. Samkvæmt myndskeiðinu var gerð árás á vatnsgeyma sjúkrahúsanna.
„Sjúklingar og börn hlaupa undan sprengjuárása hernámsliðsins á sjúkrahúsið og á vatnsgeymana! Eins og umsátrið sé ekki nóg og að sjúklingar og læknar verði nú að deyja úr þorsta,“ skrifaði Abu Safiya.
Kamal Adwan-sjúkrahúsið er síðasta starfandi sjúkrahúsið á norðurhluta Gaza.
Hér má sjá myndskeiðið:
View this post on Instagram