Þjóðarátakinu Á allra vörum 2019 hófst með kynningardagskrá í Hallgrímskirkju sunnudaginn 1. september. Þá var tilkynnt hvaða málefni átakið styrkir í ár og fjöldi listamanna kom fram.
Það eru Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir bera veg og vanda af Á allra vörum, sem stofnað var árið 2008. Meðal samtaka sem styrkt hafa verið síðustu ár eru Kvennaathvarfið og Ljósið.
Í ár er það Eitt líf sem nýtur stuðnings Á allra vörum, en félagið er stofnað af foreldrum og systrum Einars Darra Óskarssonar, sem lést á heimili sínu þann 25. maí 2018 eftir neyslu róandi lyfja. Hann var 18 ára gamall.
Jóhann Gunnar Kristinsson og Ólafur Ásgeir Jónsson tóku viðburðinn upp og klipptu saman í myndband sem lýsir vel stemningunni í Hallgrímskirkju.
Sjá einnig: Sjáðu áhrifaríka auglýsingu Á allra vörum: „Gunni vakna, Gunni vaknaðu!”