Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Ívar Örn reyndi tvívegis sjálfvíg en fann svo Jesú: „Fyrst át ég allar pillurnar mínar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýjasti gestur Alkasts Þvottahússins er Ívar Örn Katrínarson sem gekk einnig undir listamannsnafninu Dr. Mister í dúetnum Dr. Mister & Mr. Handsome hér um árið. 

Ívar hefur vakið talsverða eftirtekt síðustu mánuði fyrir útgáfu bókar, Ég ætla að djamma  þar til ég drepst, þar sem hann fer yfir söguna sína í heljargreipum fíkniefna, glæpa og ofbeldis. Eftir að hafa framið rán í 10/11 og útfært misheppnaða handrukkun þar sem hann skaut á útidyrahurð þess sem skuldaði honum peninga með haglabyssu var hann dæmdur í 2 ára fangelsi. Stuttu áður en hin misheppnaða handrukkun fór fram hafði hann tvívegis reynt að svipta sig lífi. Aðspurður hvernig manni mistekst að svipta sig lífi segir Ívar: „Fyrst át ég allar pillurnar mínar, sem var slatti. Og ég datt út og ég held að það hafi tekið mig 12 tíma að opna augun en ég var samt kominn með meðvitund.“ Gunnar Wiium spyr Ívar hvort hann hafi verið ákveðinn í að fremja sjálfsvíg. „Já, mér var sama skilurðu.“ Seinna skiptið gerðist þegar Ívar var í fangaklefa eftir að hafa verið farþegi í bíl sem var stöðvaður og sökum ástands verið vistaður í klefa lögreglunnar. „Þá reif ég teppið og batt eins fast við hálsinn á mér og batt hnút. Svo geri ég hnút númer tvö og svo leggst ég bara aftur, upp við vegginn. Svo þegar mér byrjar að sortna fyrir augun þá akkurat kíkir löggan inn um lúguna og bjargar lífi mínu.“ Gunnar Wiium segir við Ívar að örvæntingin hljóti að hafa verið gríðarleg. „Já, það er mjög skrítið að hugsa til baka. Ég hugsaði ekki um neitt. Ekki neina fortíð, enga framtíð, ekki um neinn sem ég elskaði, ég hugsaði ekki um neitt. Ég var bara búinn“.

En Í fangelsinu eftir tveggja ára dóminn lét hann renna af sér og ákvað að koma endurnærður út og tilbúin í að taka glæpalífið á næsta stig. Hins vegar kom hans eigin fíkniefnaneysla í veg fyrir að honum tækist þetta ætlunarverk sitt. 

Í heilan áratug sökk hann dýpra og dýpra og neyslan varð harðari; allt þar til kvöld eitt að hann var lamin í klessu af heilum hóp sem hann hélt að væru aðeins mættir til að kaupa af honum amfetamín. Þessum drengjum segist Ívar vera ævinlega þakklátur því á þessu mómenti sem barsmíðarnar stóðu segist hann hafa dáið í vissum skilning. Nokkrum dögum eftir þetta var hann komin inn á Vog í síðasta skiptið og er búinn að edrú síðan. 

Eftir að hafa komið úr meðferð flutti Ívar út á land til móður sinnar og þegar fór að rofa til í hausnum á honum helltist yfir hann holskefla af skömm, sorg, þunglyndi og vonleysi. Í þessu ástandi segist Ívar hafa ekkert haft í höndunum nema bænina og bað hann í algjörri örvæntingu Guð um að sýna sig því hann væri komin á endastöð og ef að Guð væri til þá þyrfti að sýna sig núna. Það sem gerist í kjölfarið er náttúrulega bara kraftaverk sem svo margir hafa upplifað en það er sem hann verði bænheyrður. Ívar fór svo að biðja til Jesú og hann segir að Jesú hafi skýrlega stigið inn í líf hans og veitt honum lausn og frelsi frá þessum máttuga sársauka sem alltaf hafi átt hann með húð og hári. 

Sársaukinn sem Ívar segist hafa verið á flótta undan síðan hann var barn stigmagnaðist í gegnum árin og í því samhengi nefnir hann skilnað foreldra sinna sem eitt það stærsta áfall sem hann hafi orðið fyrir. Þessi tilfinning höfnunar og stjórnleysis sem yfirtók hann þegar faðir hans flutti erlendis og hvarf úr lífi hans var honum erfið. Ívar segir samt að í dag sé hann og faðir hans góðir vinir og að faðir hans hafi í raun alltaf staðið á bakvið hann. 

- Auglýsing -

Ívar segir að mikla ábyrgð hvíli á honum núna sem snýr að því að breiða út boðskap ljóss og friðar og að listin sé fólgin í að gera það á réttan hátt svo að boðskaðurinn verði aðlaðandi fyrir ungt fólk sem hann segir að sé í miklum mæli farið að snúa sér að kristinni trú. Hann segist hafa fengið það staðfest að leið hans sem boðberi ljóss sé rétt að byrja og mikið verk sé fyrir höndum. 

Þetta magnaða viðtal við upprisinn Ívar Örn má heyra og sjá hér fyrir neðan en einnig má heyra öll viðtöl Alkastis Þvottahússins á öllum streymisveitum eins og Spotify. Auðvelt er að merkja við follow eða subscribe og fær maður þá tilkynningar í hvert skipti sem nýtt viðtal kemur út.

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -