Óhætt er að segja að Íslendingar hafi verið nokkuð slegnir yfir sigri Donald Trump í forsetakosningunum í nótt en talið var að um harða baráttu yrði að ræða. Þó ekki öll atkvæði hafi verið talin þá er sennilegt að sigur Trump verði nokkuð öruggur. Í könnunum sem hafa verið gerðar hefðu tæpleg 90% Íslendinga kosið Kamala Harris.
Mannlíf tók saman viðbrögð Íslendinga á Twitter og eru flest viðbrögðin á eina leið.
Kannski að Demókratar muni enduríhuga kandídatavalið næst 🥰
— Siffi (@SiffiG) November 6, 2024
Fyrrverandi og tilvonandi forseti BNA er að fá betri kosningu nú heldur en 2016 því í þetta skiptið er hann bæði að vinna formlegu kjörmannakosninguna sem og óformlegu „popular vote“. Niðurstaðan er því ekki vegna galla eða „quirk“ í kjörmannafyrirkomulaginu; BNA vill þetta.
— Erlendur (@erlendur) November 6, 2024
ég hélt að dick cheney stuðningurinn myndi rúlla harris yfir línuna, ojæja
— 🅱️onservative teenager (@Thugsbemakinout) November 6, 2024
Jæja, persónuleikapróf. Hafið varann á öllum í neti ykkar sem virka óvenjulega hressir í dag.
— Tómas Valgeirsson (@TommiValgeirs) November 6, 2024
Ég vaknaði með einhver ónot í MAGAnum.
— Golli – Kjartan Þorbjörnsson (@gollmundur) November 6, 2024
Jahá, góðan daginn. pic.twitter.com/JDkPb8Gsnl
— una stef (@unastef) November 6, 2024
jæja
— Stígur Helgason (@Stigurh) November 6, 2024
Gat nú skeð að þessu væri fömblað
— Kári Gautason 🇺🇦 (@karigauta) November 6, 2024