Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Bendir á ofsagróða stóru bankanna: „Þetta er orðið verulega ógeðfellt og ógeðslegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Björn Birgisson segir gróða stóru bankanna vera á kostnað heimila landsins.

Samfélagsrýnirinn Björn Birgisson skrifaði Facebook-færslu í gær sem vakið hefur athygli en þar talar hann um „okurvexti“ bankanna sem séu að „knésetja heimilin“. Færslan byrjaði á eftirfarandi hátt:

„Okurvextir að knésetja heimilin, en skila stóru bönkunum sífellt meiri ofsagróða.

Stóru bankarnir hafa grætt sem nemur 242 þúsundum á hvern mann á kjörskrá!
Þetta er orðið verulega ógeðfellt og ógeðslegt.
Um 75% af tekjum stóru bankanna þriggja á fyrstu níu mánuðum ársins voru vaxtatekjur af lánum.
Hvað var þetta mikið?
Ekki nema tæpir 63 milljarðar!
Sextíu og þrjú þúsund milljónir!
Í stað þess að lækka vaxtamuninn stungu bankarnir þrír ávinningnum af ástandinu í vasann.
Þeir notuðu ofsagróðann til að auka arðsemi sína, og þar með hluthafa sinna, en skildu almenning eftir í kviksyndi spillingarinnar sem einkennir rekstur þeirra.“

Björn setur að lokum up dæmi um „viðbjóðinn sem hér er á ferðinni“:

„Hér er lítið uppsett dæmi um viðbjóðinn sem hér er á ferðinni.
Senn göngum við að kjörborði til að velja nýtt fólk til að stjórna landinu og bönkunum líka, setja þeim reglur og stoppa bullið sem nú viðgengst.
Á kjörskrá verða líklega um 260 þúsund manns, 18 ára og eldri.
Ef þeirri tölu er deilt upp í 63ja milljarða ofsagróða bankanna kemur í ljós að hver og einn sem er á kjörskrá hefur að meðaltali lagt bönkunum til rúmlega 242 þúsund krónur sem innlegg í ofsagróðann á þessu 9 mánaða tímabili!
Vitaskuld er þetta ekki svona, fyrirtækin eru blóðmjólkuð líka.
Dæmið er tilbúið til að draga fram hvað hér er á ferðinni.
Er fólk svo hissa á að heimilin séu að brotna og fólk farið að hugsa til annarra landa til framtíðarbúsetu?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -