Miðvikudagur 6. nóvember, 2024
4.7 C
Reykjavik

Þrír menn réðust á Hlyn meðan hann svaf og tóku þrjú börn í gíslinu: „Ég varð ofsalega hræddur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég vaknaði við það að tveir menn réðust á mig í rúminu og gengu í skrokk á mér. Ég náði að komast fram úr og hafa annan þeirra undir en fékk þá hinn á bakið á mér,“ sagði Hlynur Jónsson á Ólafsfirði við DV árið 1996 en þá réðust þrír menn inn til hans meðan hann svaf. Einn þeirra tók tvær barnapíur og átta mánaða gamalt barn Hlyns í gíslingu í öðru herbergi meðan hinir tveir réðust á Hlyn.

Forsaga málsins er Hlynur hafði rifist við einn mannanna á skemmtistað fyrr um kvöldið en að sögn Hlyns var það ekki alvarlegt. „Ég náði einhvern veginn að komast fram en man ekki í smáatriðum hvenig málin þróuðust, ég varð ofsalega hræddur,“ sagði Hlynur en honum tókst að sækja hníf inn í eldhúsið og skar einn árásarmannanna. Þá lögðu tveir þeirra á flótta og veitti Hlynur þeim eftirför. Þriðji maðurinn kom svo í bakið á honum og sló Hlyn meðvitundarlausan. Mennirnir gengu þá í skrokk á Hlyni, drógu hann aftur upp í rúm og skildu hann þar eftir í blóði sínu.

„Ég er þokkalega á mig kominn miðað við það sem gerðist, óbrotinn en marinn og aumur um allan líkamann,“ sagði Hlynur.

Samkvæmt DV voru árásarmennirnir heimamenn á Ólafsfirði og síbrotamenn. Þá hafi verið mikill ótti meðal bæjarbúa vegna mannanna en þeir voru 20-24 ára gamlir þegar árásin átti sér stað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -