Fimmtudagur 7. nóvember, 2024
9.9 C
Reykjavik

Illugi spáir sviptingum hjá hæstarétti Bandaríkjanna: „Þið lásuð það sem sagt fyrst hér!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Illugi Jökulsson spáir sviptingum hjá hæstarétti Bandaríkjanna á næstu árum, sem gæti tryggt íhaldsöflunum vestanhafs ítök næstu árátugina.

Spá fjölmiðlamannsins Illuga Jökulssonar, sem hann birtir á Facebook, rímar mjög vel við spár fjölmiðla vestanhafs sem birst hafa á síðustu dögum, þó Illugi tali um mútur í sinni spá.

„Spá: Á næstu tveim árum verður bandarísku hæstaréttardómurunum Samuel Alito og Clarence Thomas mútað til þess að segja störfum sínum lausum, svo Trump geti skipað tvo unga og mjög íhaldsama dómara í þeirra stað. Kannski verður John Roberts forseti Hæstaréttar líka látinn hætta og einhver kornungur öfgahægrimaður skipaður í hans stað. Þannig verða tök öfgahægrimanna á Hæstarétti þar vestra trygg næstu 30-40 árin hvernig sem allt veltist í pólitíkinni þar frá ári til árs“ Þannig hefst spádómsfærsla Illuga.

Illugi segir ástæðuna fyrir þessu plotti sé skýr:

„Ástæðan fyrir því að það liggur á er að haustið 2026 verður að venju kosið um einn þriðja sæta í öldungadeildinni og þar á meðal verður kosið í Maine og Norður-Karólínu, þar sem nú sitja Repúblikanar, en verði stjórn Trumps óvinsæl þetta haust munu Demókratar eiga ágæta möguleika á að vinna bæði þessi sæti. Miðað við hvernig mál hafa verið að þróast í Texas eiga Demókratar jafnvel séns á öldungadeildarsæti þar. Repúblikanar munu ekki taka þá áhættu að Demókratar nái yfirráðum í öldungadeildinni 2026 og geti þá stöðvað tilnefnda dómara þeirra til Hæstaréttar.“

Bætir hann við að lokum:

„Þess vegna munu Alito og Thomas og kannski Roberts líka segja af sér á næstunni, en þó auðvitað ekki fyrr en eftir að Trump verður sestur í Hvíta húsið. – Þið lásuð það sem sagt fyrst hér!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -