Fimmtudagur 7. nóvember, 2024
8.8 C
Reykjavik

Verðlaunahafar menntaverðlaunanna stoltir – Helgafellskóli þjálfar gagnrýna hugsun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrjár menntastofnanir og þrír grunnskólakennarar eru handhafar Íslensku
menntaverðlaunanna 2024 en tilkynnt var um úrslit þeirra í gær, miðvikudaginn 6. nóvember, með hátíðlegri athöfn á Bessastöðum en greint er frá þessu í fréttatilkynningu frá embætti forseta Íslands Markmið verðlaunanna er sem fyrr að vekja athygli á og hefja til vegs í samfélaginu það metnaðarfulla og vandaða starf sem unnið er með börnum og ungmennum á öllum skólastigum.

Verðlaunin eru veitt í fimm flokkum og bárust fjölmargar tilnefningar um verðuga
verðlaunahafa um allt land.

Handhafar Íslensku menntaverðlaunanna 2024:

Verðlaun fyrir framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur hlýtur Fellaskóli í
Reykjavík fyrir fjölmenningarlega og skapandi kennsluhætti þar sem byggt er á
virðingu fyrir félagslegum og menningarlegum margbreytileika.

Fellaskóli er fjölmenningarlegur skóli þar sem töluð eru um 30 tungumál og litið svo á
að fjölbreytileikinn auðgi skólastarfið. Skólinn hefur undanfarið ár starfað markvisst
að því að þróa sig áfram undir kjörorðinu „Draumaskólinn Fellaskóli“ en leiðarljós
þess verkefnis felast í áherslu á málþroska og læsi, leiðsagnarnám, tónlist og skapandi
skólastarf.

Verðlaun fyrir framúrskarandi kennslu hlýtur Hrafnhildur Sigurðardóttir, kennari
við Sjálandsskóla í Garðabæ, fyrir fjölbreytta og hugmyndaríka útikennslu, þróun
fjölbreyttra valgreina og leiðsögn fyrir kennara og kennaraefni um útivist og
umhverfismennt.

- Auglýsing -

Verðlaun fyrir framúrskarandi þróunarverkefni hlýtur Helgafellsskóli í Mosfellsbæ fyrir verkefnið Snjallræði sem er nýsköpunarverkefni sem nær frá
leikskólastigi upp á unglingastig. Markmið verkefnisins er að nemendur þjálfist í
skapandi og gagnrýninni hugsun.

Verðlaun fyrir framúrskarandi iðn- eða verkmenntun hlýtur Verkmenntaskóli
Austurlands fyrir að efna til samstarfs við grunnskólana í Fjarðabyggð um framboð á
fjölbreyttum, verklegum valgreinum. Öllum nemendum í 9. og 10. bekk
grunnskólanna í sveitarfélaginu er boðið að sækja tvö verkleg námskeið í
Verkmenntaskólanum. Mikil ánægja hefur verið með verkefnið sem hófst fyrir
þremur árum og hefur skilað aukinni aðsókn í iðn- og starfsnám.

Hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna 2024 hljóta Bergmann
Guðmundsson, verkefnisstjóri við Brekkuskóla og Giljaskóla á Akureyri, og Hans
Rúnar Snorrason, kennari við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit, fyrir margháttað
framlag, leiðsögn og stuðning við kennara og nemendur um allt land við að nýta
upplýsingatækni með árangursríkum hætti.

Allir verðlaunahafarnir saman -Mynd: MummiLú

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -