Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Samfylkingin krefst leiðréttingar á frétt Viðskiptablaðsins um fyrri störf frambjóðenda

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samfylkingin krefst þess að Viðskiptablaðið leiðrétti netfrétt sína sem birtist í gær, sem fjallaði um fyrri störf efstu frambjóðenda flokksins.

Viðskiptablaðið staðhæfir í frétt sinni í gær að aðeins 6,7 prósent af efstu frambjóðendum Samfylkingarinnar kæmur úr störfum á almennum vinnumarkaði. Þetta segir flokkurinn vera rangt, í fréttatilkynningu sem send var á fjölmiðla í dag. Samkvæmt henni koma 20 prósent af efstu frambjóðendum flokksins beint úr einkageiranum. Þá hafi um 27 prósent þeirra sem eru í efstu fimm sætum á framboðslistum, stjórnmál að aðalstarfi, 33 prósent þeirra koma úr einkageiranum, eða þriðja geiranum og 40 prósent úr opinberum störfum.

Fram kemur í fréttatilkynningunni að af sex oddvitum Samfylkingarinnar eru fjórir sem störfuðu í einkageiranum áður en þeir fóru fyrst í framboð en tveir koma úr opinberum störfum. Formaðurinn Kristrún Frostadóttir starfaði í banka, Logi Einarsson sem arkitekt, Jóhann Páll Jóhannsson sem blaðamaður, Arna Lára Jónsdóttir sem svæðisstjóri Eimskips, Alma Möller sem landlæknir og Víðir Reynisson sem yfirlögregluþjónn.

Þar kemur einnig fram að þegar litið er til þess hvaða störf efstu fimm frambjóðendur á listum Samfylkingarinnar höfðu síðast að aðalstarfi þá er myndin sú að 50 prósent koma úr einkageiranum eða þriðja geiranum en 50 prósent þeirra voru í starfi hjá hinu opinbera.

Samfylkingin biður Viðskiptablaðið að leiðrétta fréttina og óskar þess að fjölmiðlar sem endursögðu frétt Viðskiptablaðsins komi því rétta á framfæri.

Hér má sjá töflu með upplýsingum um bakgrunn frambjóðenda Samfylkingarinnar:

- Auglýsing -


 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -