Fimmtudagur 7. nóvember, 2024
6.6 C
Reykjavik

Stefán greinir sigur Trump: „Mjög efins um að breytingin verði mikil“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson hefur í gegnum árin haft mikinn áhuga á bandarískum stjórnmálum og hann setti inn áhugaverða færslu á samfélagsmiðla um kjör Donald Trump sem forseta Bandaríkjanna þar sem hann greinir mögulega áhrif.

„Þessi úrslit munu fyrst og fremst hafa áhrif á fólkið sem býr í Bandaríkjunum og þau í mörgum tilvikum afar slæm – amk út frá mínu sjónarhorni sem evrópskur vinstrimaður,“ skrifar varaborgarfulltrúinn. „Fyrir umheimin gætu tolla- og viðskiptastríð BNA haft nokkur áhrif, amk óbein og út frá loftslagsmálunum gæti þetta verið alvarlegt – þótt á móti komi að Bandaríkin hafa líka mikla hagsmuni af því að missa ekki af lestinni í orkuskiptum.“

Stefán er þó ekki viss um að Trump muni hafa jafn mikil áhrif á alþjóðapólitík eins og margir óttast. „Í alþjóðapólitíkinni er ég hins vegar mjög efins um að breytingin verði mikil. Sagan segir okkur að utanríkispólitík Bandaríkjanna lifir sínu sjálfstæða lífi og er mjög seigfljótandi þótt ólíkir forsetar komi og fari. Það sannaðist svo sem síðast þegar Trump var kjörinn.“

Ekki búinn að skipa dómara

Magnús Davíð Norðdahl, borgarfulltrúi Pírata, er ekki endilega sammála þessari greiningu Stefán en veltir fyrir sér hvort kjör Trump gæti haft áhrif á gengi flokka í komandi Alþingiskosningum.

„2016-2020 var flokkurinn hans ekki með meirihluta í báðum þingdeildum og þá var hann heldur ekki búinn að skipa einn einasta dómara í Hæstarétt. Þar við bætist aukin þekking hans á gangverkinu sjálfu. Það getur vel verið að næstu fjögur ár verði töluvert ólík fyrra kjörtímabili hans og þá einnig hvað varðar alþjóðapólitík. En sjáum hvað setur. Mér finnst ekki síður áhugavert að hugleiða hvort þessi niðurstaða í gær muni hafa einhver áhrif á kjósendur hér heima vegna komandi alþingiskosninga,“ skrifaði Píratinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -