Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Gerði hlé á tónleikum til að tjá sig um Trump: „Dæmdur níðingur sem hatar konur svo innilega“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Grammy-verðlaunaða söngkonan Billie Eilish er vægast sagt óánægð með úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum en hún gerði hlé á tónleikum sínum í Tennessee til að tjá hug sinn.

Söngkonan lét hugleiðingar sínar um kosningarnar í ljós á tónleikum í Nashville gærkvöldi, þegar hún tjáði sig um sigur Trump. Gagnrýndi hún 45 og brátt 47 forseta Bandaríkjanna og sagði hann vera „dæmdan níðing“ sem hatar konur svo innilega“.

Í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni viðurkennir Eilish að hafa íhugað að hætta við tónleikana þegar hún vaknaði morguninn eftir kosningarnar en hafi síðan ákveðið að kýla á það.

Hún bætti við: „Það eru svo mikil forréttindi að fá að gera þetta með ykkur og að við höfum þetta á tímum eins og núna.“

Áður en Billie flutti lagið sitt „TV“ frá árinu 2022, sem vísar til þess er Roe gegn Wade lögunum var hnekkt, tileinkaði Billie lagið konunum í salnum og lofaði þeim öllum að þær væru „öruggar í þessu rými“. Billie, minntist á sína eigin reynslu af misnotkun og deildi því hvernig „farið hafi verið yfir mörk hennar“.

Áður en Billie kom með yfirlýsinguna á miðjum tónleikunum í gær hafði hún áður lýst sigri Trump sem „stríð gegn konum“ á Instagram Stories. Hún gekk til liðs við nokkra aðra fræga einstaklinga sem sögðust í uppnámi á kosninganóttinni, þar á meðal Cardi B, sem birti og eyddi síðan, myndbandi þar sem hún skaut á rauð fylki Bandaríkjanna.

- Auglýsing -

Trump skráði sig í sögubækurnar með sigri sínum og varð fyrsti forsetinn síðan Grover Cleveland var kosinn, til að ná tveimur kosningu tvívegis án þess að þau væru samhliða. Hann er líka fyrsti dæmdi glæpamaðurinn sem er kjörinn forseti Bandaríkjanna.

Trump mun vera svarinn til embættis í janúar.

Hér má sjá afar vonsvikna Billie Eilish:

@aidan.fecarotta my girl for life, we LOVE you #billieeilish #hmhas #hmhasnashville #concert #fyp #foryou #presidentialelection ♬ original sound – aidan
- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -