Kristrúin Frostadóttir nýtur langmests trausts landsmanna þar sem kemur að efnahagsmálum. Í skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Samfylkinguna kemur í ljós að 37,5 prósent landsmanna telja að Kristrúnu sé best treystandi til að leiða efnahagsmálin.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fær næstbesta niðurstöðu í könnuninn. 17.5 prósent aðspurðra töldu hann vera hæfastan til að leiða þjóðina í efnahagsmálum. 17 prósent segjast treysta Bjarna Benediktssyni, núverandi forsætisráðherra og fjarmálaráðherra þar á undan. Athyglisvert er að þeir njóta innan við helmings þess stuðnings sem Kristrún fær.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kemur þar á eftir með 8,7 prósent stuðning. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er með 7,5 prósentog Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og starfandi fjármálaráðherra, er einungis með stuðning 6,8 prósenta. Af leiðtogum stjórnarflokkanna nýtur Svandís Svavarsdóttir langminnsta stuðningsins. Aðeins 2,2 prósent treystra henni til að fara með efnahagsmál Íslendinga.
Könnunin var framkvæmd á dögunum 25. október til 1. nóvember. Úrtakið var 1.731 manns. 845, svöruðu könnuninni.