Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Rithöfundur á villigötum klukkutímum saman við Hljóðbókasafnið – „Bjössi farinn að drekka aftur?!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fréttamaðurinn og rithöfundurinn, Björn Þorláksson, lenti í miklum ógöngum fyrir skömmu. Björn er nýbúinn að gefa út sögu sína, Besti vinur aðal, og hefur verið á þeytingi við að kynna bók sína. Hann var fyrir nokkru að lesa inn lokakafla bókarinnar á hljóðbók fyrir sjónskerta þegar ósköpin dundu yfir.

„Í viku hef ég dregið að segja nokkrum manni frá því sem gerðist í Kópavoginum síðastliðinn föstudag eftir að ég kláraði að lesa inn bókina. Ég hef farið með þá reynslu eins og mannsmorð vegna þess að á vondum degi þá skammast ég mín fyrir að vera eins og ég er,“ skrifar Björn á Facebook ogh segist svo vilja nota húmorinn gegn eigin röskun og röskunum annarra.

„Ég gekk sumsé út úr Hljóðbókasafni Íslands síðastliðinn föstudag eftir að hafa leiklesið kafla upp úr samtali mínu við Brynjar Níelsson og glímt við’ margar aðrar áskoranir í upplestrinum á Besti vinur aðal. Leikaramenntaður er ég ekki og kannski þarf ég að hafa meira fyrir verki eins og þessu fyrir vikið. Og hausinn á mér er eins og hann er. En ég sumsé klára djobbið, geng út úr safninu og kveð. Stoppa fyrir utan. Tel mig hafa einhverja hugmynd um að hvar ég lagði bílnum. Geng í suður en finn engan bíl. Geng lengra og lengra,“ segir Björn sem hraktist í leit sinni yfir í næsta sveitarfélag og stressið að gerta út af við hann. Það hvarflaði að honum að bifreiðinni hefði verið stolið.

„Ég tek upp lyklakippuna og ýtti á hana út og suður um margra klukkustunda skeið þar sem ég beini kippunni í allar áttir. Ef ske kynni að í fjarska kinki bíll kolli og blikki ljósum. Minn eigin bíll,“ skrifar hann og er tekinn að efast um að hann hafi komið á bíl.

Hann gekk í norður, svo vestur, leitar og leitar.

„Ég rekst meðal annars á kunningja minn. Hann vill ræða bókina eða framboðið. „Nei, ég er að leita að bílnum mínum,“ segi ég áhyggjufullur og vinurinn horfir enn áhyggjufyllri á eftir mér. „Bjössi farinn að drekka aftur?!“.

- Auglýsing -

Eftir margra klukkustunda leit fann Björn loksins bifreið sína.

„Það var ekki fyrr en ég reri í austur og reri huganum með slitnum árum lengi, lengi, lengi sem ég af tilviljun fann loks bílinn minn. Hálfur dagurinn farinn – og ekki sá fyrsti sem þannig fór og ekki sá síðasti,“ skrifar Björn sem leggur væntanlega á minnið næst hvar hann lagði bifreið sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -