Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Vinsæll sendiherra Japan kveður Ísland: „Ég þarf að yfirgefa þetta fallega land“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ryotaro Suzuki, sendiherra Japan á Íslandi, þarf að yfirgefa Ísland fljótlega en hann hefur verið skipaður sendiherra í öðru landi. Suzuki greinir frá þessu á Twitter.

„Ég hef verið skipaður sendiherra í Samóa, sem er þjóð í Suður-Kyrrahafi. Það þýðir að ég þarf að yfirgefa þetta fallega land fljótlega.

Takk fyrir alla þá hjálp og stuðning sem ég hef fengið hérlendis. Það hefur verið frábær upplifun að vera sendiherra á Íslandi. Samfélagið á Twitter hefur verið sérstaklega gott við mig. Nú flýg ég hinu megin á hnöttinn“ skrifaði sendiherra á Twitter.

Suzuki var skipaður sendiherra á Íslandi árið 2021 og hefur verið vinsæll á samfélagsmiðlum þar sem hann hefur verið duglegur að kynna sér íslenska siði og menningu og þá sérstaklega bókmenntir og kvikmyndir. Þykir hann hafa sýnt á sér hlið sem sendiherrar gera sjaldan, í að minnsta kosti ekki á Íslandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -