Hafnarfjarðarlögreglan handtók fjóra menn vegna ráns. Nokkrum þeirra var sleppt eftir skamma stund. Málið er í rannsókn.
Maður var handtekinn þar sem hann neitaði að gefa upp nafn sitt þegar lögregla hafði eftirlit með ólöglegri starfsemi. Sá nafnlausi gafst upp á endanum og gaf upp persónuupplýsingar. Þar með fékk hann að ganga laus út í nóttina
Deilur spruttu upp á milli ökumanna eftir árekstur. Lögregla fór á staðinn og tók skýrslu af ökuþórunum.
Ökumaður var stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Laus eftir hefðbundið ferli.