Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Tveir grunaðir um náttúruspjöll við Síldarvinnsluna: „Einbeittur brotavilji til staðar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan rannsakar gróðurskemmdir sem unnar voru á athafnasvæði Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað aðfararnótt föstudagsins í síðustu viku. Tveir liggja undir grun um verknaðinn.

Austurfrétt segir frá því í dag að mikill fjöldi ábendinga hafi borist um helgina um hugsanlegan ökumann bifreiðar sem vann gróðurskemmdir með því að spæna ill upp stór gróin svæði á athafnasvæði Síldarvinnslunnar fyrir helgi. Þrátt fyrir áköll um að hinn eða hinir seku stígi fram hefur enginn gert það og er því málið komið til lögreglunnar.

Rekstrarstjóri hjá fyrirtækinu, Hafþór Eiríkisson staðfestir þetta við Austurfrétt en Hafþór og hans fólk varð fyrst vart við hinar miklu skemmdir á lóðunum við Síldarvinnsluna snemma á föstudagsmorgun og tók þá meðfylgjandi ljósmynd.

Hafþór notaði samfélagsmiðlana til þess að biðla til viðkomandi einstaklings eða einstaklinga um að gefa sig fram og viðurkenna brot sín, áður en málið yrði kært til lögreglu.

„Nei, enginn hefur stigið fram á þessu stigi vegna skemmdanna eða viðurkennt sök. En okkur hefur borist fjöldi ábendinga og það liggja nú, skilst mér, sérstaklega tveir undir grun. Ég hefði nú sjálfur búist við að viðkomandi myndi gefa sig fram en þarna virðist vera einhver einbeittur brotavilji til staðar.“

Sterkur grunur leikur á að sami eða sömu aðilar hafi verið að verki sömu nótt þegar ekið var inn á nýendurbættan gervigrasvöll Neskaupsstaðar en það olli þó engun skemmdum.

- Auglýsing -

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -