Þriðjudagur 12. nóvember, 2024
6.6 C
Reykjavik

Frestur Ísraela til aukinnar mannúðaraðstoðar rennur út: „Börn eru að deyja á hverjum degi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að hið littla magn af aðstoð sem komið hefur inn á Gaza hafi minnkað enn frekar, þar sem ástandið í umsátri norðurhlutans er sérstaklega „hörmulegt“.

Viðvörunin frá hjálparstofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir palestínska flóttamenn (UNRWA) kom í lok þess frests sem Bandaríkjamenn settu til að bæta mannúðaraðstæður á umsáturssvæðinu.

Aðspurð um hvort merki væru um að ástandið hefði batnað fyrir frestinn á morgun, lagði Louise Wateridge, neyðarfulltrúi UNRWA, áherslu á að „hjálpargögn sem send hafa verið á Gaza-svæðið hafi ekki verið á jafn fá í marga mánuði“.

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, vöruðu Ísraela við því í síðasta mánuði að þeir hefðu frest til 13. nóvember til að hleypa meiri aðstoð inn á Gaza eða hætta á að haldið verði aftur af hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum, helsta stuðningsríki Ísraels.

Wateridge sagði á blaðamannafundi í Genf í gegnum myndbandssímstal frá Gaza, að „meðaltalið í október hafi 37 flutningabílar á dag farið inn á allt Gaza-svæðið… Það er fyrir 2,2 milljónir manna“.

„Börn eru að deyja. Fólk deyr á hverjum degi,“ sagði hún og lagði áherslu á að „fólk hér þarfnast alls“.

- Auglýsing -

Al Jazeera fjallaði um málið.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -