Þrír einstaklingar sem ekki kunnu fótum sínum forráð voru læstir inni í fangaklefa í nótt. Þeir fá að sofa úr sér og verður sleppt í morgunsárið. Afbrotamenn héldu að mestu kyrru fyrir í nótt og laganana verðir áttu náðugar stundir.
Ökumaður var stöðvaður í akstri í miðborginni, grunaður um að aka án ökuréttinda og að hafa framið umferðarlagabrot. Annar ökuþór var stöðvaður í akstri, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Sá var látinn laus eftir að dregioð hafði verið úr honum blóð.
Þjófur var við iðju sína í verslunarmiðstöð. Óljóst með málalok.
Kópavogslögregla stöðvaði mann í akstri. Sá er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og akstur án ökuréttinda. Hann var látinn laus eftir hefðbundið ferli.