Nánast um leið og tilkynnt var um sigur Trump í forsetakosningum í Bandaríkjunum fór fólk hérlendis að velta því fyrir sér hvort sigur hans gæti mögulegt haft áhrif hvernig Íslendingar munu kjósa í komandi alþingiskosningum. Er sú pæling yfirleitt sett fram í því samhengi að Íslandi muni þurfa treysta meira á ESB en Bandaríkin. Þá hafa þeir flokkar sem mest hafa talað fyrir inngöngu í ESB staðið sig best í könnnunum.
Því spurði Mannlíf lesendur sína: Telur þú að sigur Trump muni hafa áhrif á komandi alþingskosningar?
Niðurstaðan er gríðarlega jöfn en örlítið fleiri telja að sigur Trump muni ekki hafa nein áhrif á komandi alþingiskosningar.