Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur tilkynnt hvaða leikmenn hafa verið valdir í landsliðshópinn sem mætir Kanada og Danmörku í vináttuleikjum sem fara fram 29. nóvember og 2. desember en báðir leikirnir fara fram á Spáni.
Ísland hefur aldrei sigrað Kanada í landsleik. Í þrígang hefur Ísland sigrað Danmörku en liðin hafa mæst 16 sinnum. Leikirnir verða báðir sýndir í Sjónvarpi Símans.
Lítið kemur á óvart í vali Þorsteins nema þá kannski valið á Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur sem hefur ekki spilað fyrir hönd Íslands síðan í apríl í fyrra.
Hægt er að sjá hópinn hér fyrir neðan
Telma Ívarsdóttir – Breiðablik – 12 leikir
Fanney Inga Birkisdóttir – BK Häcken – 7 leikir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir – Inter Milan – 12 leikir
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir – Breðiablik – 16 leikir
Ingibjörg Sigurðardóttir – Bröndby IF – 66 leikir, 1 mark
Glódís Perla Viggósdóttir – Bayern Munich – 130 leikir, 11 mörk
Guðrún Arnardóttir – FC Rosengard – 43 leikir, 1 mark
Natasha Moraa Anasi – Valur – 7 leikir, 1 mark
Sædís Rún Heiðarsdóttir – Valerenga – 11 leikir
Sandra María Jessen – Þór/KA – 45 leikir, 6 mörk
Berglind Rós Ágústsdóttir – Valur – 14 leikir, 1 mark
Alexandra Jóhannsdóttir – ACF Fiorentina – 47 leikir, 6 mörk
Hildur Antonsdóttir – Madrid CFF – 20 leikir, 2 mörk
Katla Tryggvadóttir – Kristanstads DFF – 2 leikir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir – Bayer Leverkusen – 45 leikir, 10 mörk
Selma Sól Magnúsdóttir – Rosenborg – 43 leikir, 5 mörk
Amanda Jacobsen Andradóttir – FC Twente – 22 leikir, 2 mörk
Hafrún Rakel Halldórsdóttir – Bröndby IF – 13 leikir, 1 mark
Sveindís Jane Jónsdóttir – VfL Wolfsburg – 42 leikir, 12 mörk
Hlín Eiríksdóttir – Kristianstads DFF – 41 leikur, 6 mörk
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir – FC Nordsjælland – 3 leikir
Diljá Ýr Zomers – OH Leuven – 18 leikir, 2 mörk
Bryndís Arna Níelsdóttir – Växjö DFF – 6 leikir, 1 mark