Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Hið vaxandi hagsmunagæslubákn í Borgartúninu   

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórnvöld hyggjast setja hagsmunavörslu frekari skorður. Umsvifamestu hagsmunasamtök landsins telja hins vegar ekki þörf á slíku.

 

Frá því rétt fyrir aldamót hafa Samtök atvinnulífsins staðið vörð um hagsmuni atvinnurekenda í íslensku samfélagi. Umsvif samtakanna eru mikil en í dag eru sex stór hagsmunasamtök með aðild að samtökunum og yfir 2.000 fyrirtæki. Þá eru samtökin með 180 fulltrúa í um hundrað nefndum og stjórnum.

Samtökin hafa fengið flestar umsagnarbeiðnir frá Alþingi af öllum samtökum, samböndum og félögum á yfirstandi þingi, eða alls 161 beiðni. Rekstur samtakanna hefur vaxið í krónum talið á síðustu árum og í fyrra nam heildarvelta félagsins rúmlega 720 milljónum króna.

Stjórnvöld hafa áform um að setja hagsmunavörslu hér á landi frekari skorður en afar takmarkaðar reglur eru um slíkt. Forsætisráðuneytið hyggst leggja til að hagsmunaverðir sem eiga sam­skipti við handahafa ríkisvaldsins verði gert að skrá sig sem slíka. Auk þess er fyrirhugað að ráð­herr­ar, aðstoð­ar­menn, ráðu­neyt­is­stjór­ar, skrif­stofu­stjórar og sendi­herrar, geti ekki í til­tek­inn tíma eftir að opin­beru starfi lýkur gegnt starfi fyrir skráða hags­muna­verð

Sam­tök Atvinnu­lífs­ins hafa gagn­rýnt þessi áform stjórn­valda en samtökin telja að slík takmörkun á starfsvali geti ekki orðið til annars en tjóns fyrir samfélagið. Enn fremur telja samtökin opinbera skráningu hagsmunavarða óþarfa enda sé hér á landi í flestum tilvikum ljóst hvaða samtökum hagsmunaverðir þjóna.

Hægt er að lesa fréttaskýringuna í heild sinni í nýjasta tölublaði Mannlífs og á vef Kjarnans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -