„Bíddu, heyrði ég einhvern tala um hræsni,“ sagði glaðhlakkanlegur Frosti Logason í nýjum Harmageddon-hlaðvarpsþætti sínum á Brotkastinu. Frosti talar þar um Þórð Snæ Júlíusson, fyrrum ritstjóra og nú frambjóðanda Samfylkingarinnar fyrir næstu þingkosningar.
Flest spjót hafa staðið á Þórði Snæ Júlíussyni eftir að hann viðurkenndi í viðtali við Stefán Einar Stefánsson í Spursmálum á mlb.is, að hafa staðið fyrir ógeðfelldum skrifum á internetinu á fyrsta áratug aldarinnar. Sumir hafa þó tekið upp hanskann fyrir Þórð og bent á að langt sé um liðið og að andrúmsloftið hafi verið svona eitrað á þessum árum sem skrifin birtust. Frosti Logason er þó ekki einn af þeim en hann varð sjálfur að segja upp starfi sínu hjá Stöð 2 og segja sig úr stjórn Blaðamannafélagi Íslands, eftir að hafa játað því að hafa hótað að birta nektarmyndir af fyrrverandi kærustu sinni en sagðist í yfirlýsingu árið 2023 hafa unnið í sínum málum og sé nú á betri stað.
Í nýjasta þætti Harmageddon segir Frosti að Gilzenegger verða eins og leikskólastrák í samanburði við Þórð Snæ.
„Hefur Þórður Snær ekki verið fremstur í stafni hinnar göfugu cancel-kúltúrsbylgju síðustu ára?“ segir Frosti og heldur áfram: „Yfirlýstur karlfeministi sem ítrekað hefur farið fram á að hausar fái að fjúka þar sem hans eigin siðferðisviðmiðum hefur verið misboðið. Kemur síðan í ljós að sjálfur hafi hann á sínum tíma fóstrað svo skelfilegar hugmyndir um kvenþjóðina alla í heild sinni að grínkarakterinn Gilzenegger verður eins og lítill leikskóladrengur í samanburði. Hverjum hefði dottið það í hug? Á tímum þar sem menn eru uppnefndir karlrembur og kvenhatarar fyrir málefnalega gagnrýni á fyrirbæri eins og kynjakvóta og jafnlaunavottun, þá þykir allt í einu í lagi að frambjóðandi Samfylkingarinnar hafi opinberað hrópandi bónafæd stæka kvenfyrirlitningu í ítrekuðum bloggfærslum. Að vísu fyrir meira en áratug síðan en þar er alveg fersk nýlenda fyrir mér að Cancel-hreyfingin virði mönnum það til tekna.“
Og Frosti er ekki hættur:
„Kaldhæðnislegt líka að þetta hafi verið svona alvöru, raunveruleg incel-kvenfyrirlitning. Við erum ekki að tala um einhverjar íhaldsskoðanir eldri kynslóðanna, heldur erum við að tala um alvöru hatur á tilteknum þjóðfélagshóp, bara fyrir það eitt að hafa ekki sömu kynfæri og hann. Svona alvöru karlar sem hata konur dæmi. En gott hjá Kristrúnu að leggjast ekki jafn langt og Doddi sjálfur hefði gert í hennar stöðu. Kannski verður þetta til þess að eitthvað fari að létta á dómhörkunni í okkar hörðustu siðapostulum. Eða hvað? Kannski ættum við bara að hafa ákveðnar reglur áfram fyrir góða fólkið og hinir geta bara étið hundaskít og slefað“