Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Einn þekktasti læknirinn á Gaza pyntaður til dauða í ísraelsku fangelsi -MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sky News afhjúpar nýjustu upplýsingarnar um dauða eins þekktasta lækna Gaza sem lést fyrr á þessu ári í ísraelsku fangelsi.

Vitnisburður frá fanga í fangelsinu þar sem læknirinn Adnan Al-Bursh var vistaður hefur uppljóstrað um augnablikin sem leiddu til dauða hans en sterkur grunur er um pyntingar og nauðganir á föngum þar.

Dr. Adnan Al-Bursh

Skurðlæknirinn skráði fyrstu mánuði stríðsins milli Hamas og Ísraels í síma sínum og birti á samfélagsmiðlum. Dr Al-Bursh hélt áfram að starfa á norðurhluta Gaza áður en hann var handtekinn af ísraelskum hermönnum. Hann var afar virtur skurðlæknir á Gaza en hann var þekktur fyrir einstaka góðmennsku.

Dr. Al Bursh lést stuttu eftir komuna í fangelsið en ísraelsk yfirvöld tilkynntu andlátið lítillega og án útskýringar. Þá hefur líkinu ekki verið komið til ættingja hans.

Fangi sem dvelur í fangelsinu sagði nýverið mannréttindalögmanni frá síðustu augnablikum læknisins. „Það var greinilega búið að ráðast á hann en hann var með áverka víða um líkamann. Hann var nakinn að neðan. Fangaverðirnir hentu honum í miðjan fangelsisgarðinn og skyldu hann eftir þar.“ Í vitnisburði fangans segir að annar fangi hafi komið lækninum til hjálpar og komið honum í fangaklefa en stuttu síðar heyrðust öskur annarra fanga sem sögðu hann hafa verið myrtur. Ísraelsher sagði í samtali við Sky News að dauði læknisins væri ekki á þeirra ábyrgð. Fangelsisyfirvöld neita einnig ábyrgð á dauða hans.

Sky News var sagt af samstarfsmönnum og eiginkonu Dr Al-Bursh, Yasmin, að hann hefði verið í góðu líkamlegu ástandi áður en hann var handtekinn.

- Auglýsing -

„Hann var ljós lífs míns og ég missti hann,“ sagði Yasmin.

Dr Al-Bursh var reiðubúinn að hætta lífi sínu til að bjarga öðrum. Þessi saga er ein af óteljandi slíkum sögum, sem nú er grafin undir óhreyfanlega þunga nýlegrar fortíðar Gaza.

En Dr Al-Bursh lifði og missti líf sitt á þann hátt sem krefst viðurkenningar, segja vinir hans og fjölskyldumeðlimir.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -