Laugardagur 16. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Össur og Teitur ósammála um ákvörðun Þórðar Snæs: „Ísland er aðeins verra í dag en það var í gær“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Össur Skarphéðinsson er einn af þeim sem fagnar ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar um að taka ekki sæti á Alþingi, nái hann kosningu fyrir Samfylkinguna í komandi kosningum. Teitur Atlason er honum ósammála.

Líffræðingurinn og fyrrum ráðherra Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson hefur verið áberandi á Facebook undanfarið en hann hefur verið duglegur að tjá sig um menn og málefni sem tengjast komandi Alþingiskosningum. Í nýrri færslu fagnar hann ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrum ritstjóra og frambjóðanda Samfylkingarinnar, um að taka ekki við sæti á þingi, nái hann kosningu. Þá ákvörðun tók Þórður Snær í kjölfar gríðarlegs bakslags vegna gamalla bloggfærsla þar sem hann sýndi af sér kvenfyrirlitningu og fordóma. Össur skrifaði:

„Hárrétt viðbrögð

Gildandi kosningalög koma í veg fyrir að hægt sé að “reka” frambjóðanda af lista með flokksaga. Viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur við ósæmilegum soratextum Þórðar Snæs voru hins vegar svo hörð að hann tók sjálfur þá hárréttu ákvörðun að stíga til hliðar með yfirlýsingu um að hann tæki ekki sæti á Alþingi, næði hann kjöri. Hann hefði ekki þurft að gera það – en hann gerði það. Ákvörðun Þórðar var drengileg– og ber að virða. Kristrún tók hárrétt á málinu og þau eru bæði manneskjur að meiri.“

Teitur Atlason, fyrrverandi varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar svarar færslu Össurar í athugasemd þar sem hann segir að Ísland sé „aðeins verra í dag en það var í gær.“

„Ég er ekki sammála. Eftir þetta Ísland aðeins verra. Hin háheilögu og hneykslunargjörnu unnu stóran sigur og ráða héðan í frá ferðinni.
Línan um hvað má og ekki má, er komin töluvert neðar en hún var.
Einungis þau sem hafa ekkert sagt, sem ekkert hefur falið á, sem ekkert hafa prufað, sem ekkert hafa gert og aldrei skammast sín fyrir neitt, eru núna leyfileg í samfélagsdeigluna. Verði okkur að góðu. Ísland hinna skandalfríu er ömurlegur staður. Ömurlegur.
Ísland er aðeins verra í dag en það var í gær.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -