Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu er greint frá því að rafhjólakaup verði ennþá styrkt.
Samkvæmt þeirri tilkynningu munu stjórnvöld halda áfram að styðja við notkun vistvænna samgöngumáta samþykkti Alþingi að beina því til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að styrkja kaup einstaklinga á rafmagnshjólum í gegnum Orkusjóð. Mun ráðherra útfæra reglur um úthlutun styrkja til kaupa á slíkum samgöngutækjum fyrir 1. janúar 2025. Gert verði ráð fyrir sama umfangi verkefnisins árið 2025 og 2024 eða um 500 milljónum króna.
Undanfarin ár hefur verið til staðar VSK-ívilnun sem tekur til rafmagns- og vetnisbifhjóla, léttra bifhjóla og reiðhjóla sem knúin eru með rafmagni og hefðbundinna reiðhjóla og rafmagnshlaupahjóla en sú heimild fellur úr gildi um áramót
Í sömu tilkynningu er einnig sagt frá því að innviðagjald verði lagt á skemmtiferðaskip í millilandasiglingum. Greitt verður fyrir hvern farþega um borð í skemmtiferðaskipi á meðan skipið dvelur í höfn hér á landi eða annars staðar á tollsvæði ríkisins. Innviðagjaldið verður 2.500 kr. fyrir hvern farþega fyrir hvern byrjaðan sólarhring. Breytingartillagan tekur mið af ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030. Með gjaldtökunni er ætlunin að jafna samkeppnisstöðu innlendra og erlendra fyrirtækja í ferðaþjónustu.