Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Bendir á raunverulega hættu á stöðvun golfstraumsins: „Ísland breytist í verstöð og veðurstöð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Ágúst Ólafur Ágústsson hefur áhyggjur, eins og margir Íslendingar, um að golfstraumurinn fari að breyta hegðun sinni með skelfilegum afleiðingum fyrir Ísland.

Hinn fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, Ágúst Ólafur Ágústsson spyr hvort ekki þurfi að ræða loftlagsvánna oftar hér á landi þar sem raunverulegur möguleiki sé á að golfstraumurinn fari að hegða sér öðruvísi fljótlega en við það yrði meðalhiti hér á landi svipaður og þeim sem er á Svalbarða. Hér má lesa Facebook-færslu Ágústs í heild sinni:

„Í dag er kalt úti. En það er reyndar jafnkalt núna og er að meðaltali á Svalbarða. Ef Golfstraumurinn okkar fer að breyta hegðun sinni eins og sumir vísindamenn halda fram að gæti gerst (og það gæti gerst mun hraðar en áður var haldið að væri hægt) yrði meðalhiti Íslands eins og á Svalbarða. Allar okkar fasteignir og allar okkar krónu-eignir yrðu verðlausar. Ísland breytist í verstöð og veðurstöð.

Þjóðin yrði á flótta. Það eru svo sem bara 150 ár síðan fjórði hver Íslendingur flúði land, einmitt vegna kulda.
Ættum við ekki að ræða þetta mál aðeins oftar?“

Mynd af golfstrauminum.
Ljósmynd: Facebook

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -