Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Sigurður sjómaður sakaður um að nema taílenska konu á brott: „Hún hringdi oft grátandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

DV greindi frá nokkuð furðulegu sambandsmáli sem kom upp árið 2004.

Forsaga málsins er að Watsana Phosueu flutti til Íslands snemma árið 2004 með Sævari Sigurðsson sjómanni eftir að þau kynntust út í Taílandi. Samkvæmt Watsana var Sævar hins vegar allt annar maður eftir að hún fluttist með honum til Íslands. Hann hafi ítrekað haldið framhjá henni og drukkið mikið. Hún hafi í september sama ár yfirgefið Sævar meðan hann var út á sjó og hafið sambúð með Sigurði Kristjáni Garðarssyni, sjómanni í Ólafsvík.

Sævar var allt annað en sáttur við þetta og segir Sigurð hafa „keypt“ Watsana af nektardansmær sem leigði af Sævari en ekki er farið nánar í þá sálma í DV. Hann kærði málið til lögreglu og Útlendingastofnunar og sagði að Watsana hafi tekið ýmislegt af heimilinu sem hann átti, meðal annars DVD-spilara.

Kynntust á balli

Watsana og Sigurður Kristján neita þessu öllu í samtali við DV.

„Okkur líður vel saman og mín hlið er ósköp hlutlaus í þessu máli,“ sagði Sigurður við DV. „Þetta var bara þannig að kunningjafólk mitt kom hérna á réttarball í september og Watsana kom með þeim. Við fórum á ballið og allt í lagi með það. Svo fóru þau öll bara suður morguninn eftir. Þá byrja þessar hringingar, hún er að hringja alltaf í mig. Þá var þetta ábyggilega eitthvað svoleiðis að hún hefur séð leið til að losna frá skipstjóranum. Hún hringdi oft grátandi og allavegana á meðan hann var úti á sjó og bað mig að koma og sækja sig,“ sagði Sigurður.

„Það var ekki gott fyrir mig að vera hjá honum. Ég er ánægð hér“ sagði Watsana um samband sitt við Sævar.

Eins og öllu önnur sambönd

Sigurður sagði við DV að þeim gengi erfiðlega að tala saman þar sem Watsana talaði litla íslensku og ensku en þau væru svo sannarlega ástfanginn. Þá kveðst hann hafa heyrt um að taílenskar konur séu fórnarlömb mansals hérlendis.

„Þær eru berskjaldaðar greyin og þetta er voðalega erfitt fyrir þær. Maður hefur heyrt þetta, en ég geri þetta ekki. Eins og hún segir kom hún hérna fyrir Sævar en varð fyrir ógurlegum vonbrigðum með hann. Ég var á báðum áttum hvað ég átti að gera, en ég sótti hana suður. Þetta er eins og í öðrum samböndum, ef annar aðilinn er óánægður fer hann. Ég held að Sævar hafi ekkert í höndunum til að kæra. Ég vil biðja hann um að gleyma þessu og þessum látum út af þessu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -