Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fékk heimsókn Sindra Sindarsonar sjónvarpsmanns í vikunni. Formaðurinn sýndi á sér skemmtilega hlið og lét sér hvergi bregða við furðulegar og ágengar spurningar sjónvarpsmannsins.
Sigmundur er fyrir löngu orðinn alræmdur fyrir megrunarátök sína og Sindri hjólaði strax í þyngdarvandamálið og spurði hvort hann væri eins og jójó. Sigmundur, sem er vel búttaður, viðurkenndi þá að hann væri að glíma við 30 kílóa sveiflu. Hann sagðist hafa verið nýbyrjaður í megrun þegar kosningunum var skellt á og allt fór úr skorðum.
Sindri var búinn að elta formanninn uppi með offituna þegar það hrökk upp úr honum að svona hefði hann aldrei spurt konu. Sigmundur Davíð glotti og samsinnti því. Fitufordómana mátti nota gegn karlinum en ekki konum. Víst er að formaðurinn halaði inn nokkur atkvæði á viðtalinu …