Framsóknarflokkurinn er ekki eini flokkurinn sem ákvað að búa til furðulegar auglýsingar fyrir komandi alþingkosningar því Sjálfstæðisflokkurinn birti fyrir stuttu eina slíka á samfélagsmiðlum sem hefur vakið athygli. Þar kastar hinn stórkostlegi leikari Magnús Ragnarsson fram tölum um skólamál á Íslandi og tískuorðum eins og „þekkingarmiðuð“ námskrá algjörlega samhengislaust.
Skiljanlegt er að leikari á borð við Magnús hafi verið fenginn í hlutverkið því án hans væri auglýsingin meira ósannfærandi en hún er nú þegar.
Margir klóra sér réttilega í hausnum yfir því að Sjálfstæðisflokkurinn sé að beina athygli að skólakerfið þyki að þeirra mati lélegt því flokkurinn hefur verið við völd í landinu í rúman áratug og stjórnaði menntamálum landsins til lengri tíma á þeim áratug …