Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Grindavík rýmd og gos í rénum: Hrauntunga milli Sýlingafells og Stóra-Skógfells yfir Grindavíkurveg

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hraun tók að flæða yfir Grindavíkurveg laust eftir klukkan fjögur í nótt og er vegurinn lokaður. Mestir kraftur er nú úr gossprungunni sem er í Sundhnúkagígum við Stóra-Skógfell. Ukm 600 metrar voru í morgun frá hraunjaðrinum að Njarðvíkuræð hitaveitunnar. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, sagði við RÚV í morgun að hún teldi innviði ekki vera í hættu. Raflínur og hitaveiyulagnir hafa undanfarið verið varðir vegna mögulegs hraunsrennslis. Þá eru öflugir varnargarðar á svæðin u umhverfis gosstöðvarnar.

Óljóst er með framvinduna en Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, sagði í morgun að dregið hefði talsvert úr hraunflæðinu í nótt og virkni í suður- og norðurenda sprungunnar hafi minnkað.

Hraunið held­ur áfram í vesturátt. Síðustu klukku­stund­ina skreið hraunið áfram 300 til 350 metra vega­lengd, að sögn Minn­eyj­ar Sig­urðardótt­ur, nátt­úru­vár­sér­fræðings hjá Veður­stofu Íslands.

Hraunið stefn­ir í átt að Njarðvík­ur­lögn­inni og klukk­an 6 í morg­un var það tæp­lega 600 metra frá henni. Hraðinn á hrauninu var um það bil 300 metrar á klukkustund.

Eng­in gos­meng­un mælist  í byggð. Gas­dreif­inga­spá­ sýn­ir ann­ars dreif­ingu í suðvest­ur.

Fréttin er í framvindu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -