Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.4 C
Reykjavik

Sólveig Anna styður ekki hálaunakröfur kennara: „Enda erum við ómenntaða láglaunafólkið ekki fífl“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og frambjóðandi Sósíalista í Reykjavík, styður ekki kröfur kennara sem krefjast þess að fá allt að milljón krónur á mánuði í laun og taka þannig helharstökk fram úr því fólki sem stendur að baki svonefndum lífskjarasamningum. Þetta kemur fram í grein hennar á Facebook þar sem hún bókstaflega hjólar í Þórunni Sveinbjarnardóttur, alþingismann og fyrrverandi formann BHM. Þórunn skrifaði blaðagrein þar sem hún styður kröfur kennaranna og þar með skæruverkföll þeirra sem staðið hafa vikum saman gegn fámennum hópi nemenda.

Jöfnun launa stendur og fellur með því að aðilar vinnumarkaðarins standi saman um hana, rétt eins og samkomulag hefur verið um krónutöluhækkun lægstu launa,“ skrifar Þórunn og reitir Sólveigu Önnu til reiði. Hún segir þetta vera furðulega staðhæfingu og spyr hvort þingkonan haldi virkilega að aðferðafræði krónutöluhækkana snúist um að aðeins láglaunafólkið notist við slíka nálgun þegar kemur að kjarabótum, en aðrir fái prósentuhækkanir.
„Ég á reyndar mjög bágt með að trúa því að þingkonan skilji þetta ekki. Hún var árið 2019 formaður BHM og leiddi sjálf harða baráttu gegn flötum krónutöluhækkunum. Eins og sagði í einni ályktun BHM undir forystu Þórunnar: „Aðildar félög BHM hafna alfarið flatri krónutöluhækkun launa þar sem slíkt samrýmist ekki kröfum félaganna um eðlilegan fjárhagslegan ávinning háskólamenntunar og getur falið í sér kjararýrnun.“ Barátta BHM og Þórunnar skilaði árangri; ríkið samdi við hálaunahópa BHM um prósentuhækkanir langt umfram flata krónutöluhækkun Lífskjarasamninganna. Það var reyndar gert í leyni og um það kom ekkert fram í samningstextanum, þvert á móti var þar gefið sterklega til kynna að hækkanirnar væru þær sömu og hjá öðrum,“ skrifaer Sólveig Anna og nefnir  áróðursauglýsingu þar sem að kjör Önnu ómenntuðu og háskólakonunnar Berglindar voru borin saman. Hún segir að BHM hafi komst að þeirri stórkostlega áhugaverðu niðurstöðu að ómenntaða láglaunakonan Anna hefði það í raun miklu betra en Berglind, sem að var þó alltaf að skila verðmætum til samfélagsins, ólíkt Önnu ómenntuðu sem hafi aðallega verið að fá bætur frá hinu opinbera.

það ósatt að láglaunafólk sé æst í krónutöluhækkanir

„Fullyrðing fyrrum formanns BHM og núverandi þingkonu Samfylkingarinnar um eitthvað samkomulag um krónutöluhækkanir fyrir láglaunafólk sýnir annaðhvort algjört skilningsleysi á því um hvað áherslan á krónuhækkanir snýst, eða er ódýrt og lélegt retórískt bragð einstakings í kosningabaráttu, sem að allir ættu að sjá samstundis í gegnum. Í fyrsta lagi er það ósatt að láglaunafólk sé æst í krónutöluhækkanir fyrir sig á meðan að aðrir fá ríflegar prósentuhækkanir. Enda erum við ómenntaða láglaunafólkið ekki fífl,“ skrifar Sólveig Anna og áréttar að ósatt sé að einhver sátt hafi ríkt innan íslenskrar verkalýðshreyfingar um nokkurn skapaðan hlut undanfarin ár þegar kemur að því að móta þær leiðir sem að farið er í kjarasamningum. Þvert á móti hafi BHM rekið harða stéttabaráttu gegn verka og láglaunafólki árum saman sem ekki sjái fyrir endann á.

„En það virðist einfaldlega ætlast til þess að við, verkafólkið, styðjum möglunarlaust baráttu menntafólks fyrir enn betri launum. Þrátt fyrir að þau hafi aldrei stutt okkur í einu né neinu,“ skrifar Sólveig Anna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -