Lögreglumaður í Santa Monica var heppinn að sleppa lifandi eftir að maður réðst á hann með stórum hníf í október. Deyaa Abdelhadi Halaibeh stal á degi einum í október setti af hníf úr Target-búð og fór í framhaldinu á lögreglustöð í nágrenninu. Þegar þangað var komið hitti Halaibeh lögreglumann fyrir utan stöðina sem var að sinna öðru máli. Þá dró Halaibeh upp falinn hníf og stakk lögregluþjóninn ítrekað. Lögreglumaðurinn reyndi að koma sér í burtu og náði draga upp byssu sína og skjóta Halaibeh, sem var á hlaupum á eftir honum, þrívegis. Eftir að hafa hunsað fyrirmæli lögreglumannsins um að halda kyrru fyrir liggjandi á gangstéttinni skaut lögreglumaðurinn Halaibeh fjórum sinnum til viðbótar og lést hann í kjölfarið. Lögreglumaðurinn þurfti að liggja inni eina nótt á sjúkrahúsi en búist er við að hann nái sér að fullu. Ekkert liggur fyrir um af hverju Halaibeh réðst á lögreglumanninn.