Heppnin var svo sannarlega með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu þegar dregið var í umspil Þjóðardeildinni en Íslands mætir landsliði Kosóvó og berjast liðin um sæti í B-deildinni en Ísland lenti í 3. sæti í sínum riðli.
Ísland hefði einnig mögulega geta mætt Slóvakíu, Búlgaríu og Amerníu en þau lið eru af flestum talinn sterkari mótherji en lið Kosóvó sem er skráð í 101. Sæti styrkleikalista FIFA. Leikið verður heima og heiman en ekki liggur fyrir hvar Ísland mun keppa heimaleik sinn því Laugardalsvöllur verður óleikhæfur vegna framkvæmda sem nú standa yfir. Leikir munu fara fram í mars á næsta ári.
Þekktustu leikmenn Kosóvó eru Edon Zhegrova, leikmaður Lille í Frakklandi, Vedat Muriqi, leikmaður Mallorca á Spáni og Amir Rrahmani, leikmaður Napoli á Ítalíu. Franco Foda er landsliðsþjálfari Kosóvó en hann er fyrrveranadi landsliðsmaður Þýskalands og þjálfaði um tíma Austurríki og Sturm Graz.
Forvitnilegt verður að sjá hver landsliðsþjálfari Íslands í þessum leikjum verður að sögusagnir ganga á milli manna að Ísland muni mögulega skipta um þjálfara á næstu dögum.