Laugardagur 23. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Tókst að brjóta rúðu í lögreglubifreið – Unglingateiti fór úr böndunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes:

3 ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Eigendur 30 ökutækja sektaðir fyrir stöðubrot í miðbæ Reykjavíkur.

Lögregla kölluð til vegna líkamsárásar í miðbænum.

Tilkynnt um hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur.

Mikið af minniháttar málum í miðbænum sem tengdust ölvun og ólátum.

- Auglýsing -

Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:

Tilkynnt um aðila í annarlegu ástandi í umferðinni. Við afskipti lögreglu streittist viðkomandi talsvert á móti og tókst að brjóta rúðu í lögreglubifreið. Aðilinn var tekinn í tök og fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður sökum ástands.

Lögregla kölluð til vegna unglingateitis sem fór úr böndunum. Samkvæmið var leyst upp.

- Auglýsing -

Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Laus eftir hefðbundið ferli.

Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:

Lögregla kölluð til vegna umferðaróhapps en ekki er talið að neinn hafi slasast í óhappinu. Við rannsókn málsins kom í ljós að annað ökutækið var óskráð í kerfum lögreglu og var því tekið úr umferð.

Ökumaður stöðvaður í akstri vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þegar lögregla kom að bifreiðinni voru farþegi og ökumaður í óða önn að skipta um sæti og reyndu að villa um fyrir lögreglu. Það tókst ekki og báðir aðilar voru handteknir á vettvangi. Þá fundust einnig fíkniefni í bifreiðinni.

3 ökumenn stöðvaðir án ökuréttinda. Allt leyst með vettvangsskýrslu.

Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:

Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Sá var einnig sviptur ökuréttindum. Laus eftir hefðbundið ferli.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -