Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir segist ekki alveg vera búin að jafna mig eftir heimsókn á einn af skyndibitastöðum KFC.
Segir:
„Málið er að ég ákvað að fara á KFC í Faxafeni og fá fyrir okkur mæðgur 10 leggjafötu til að borða í kvöldmatinn. Fór í bílalúguna og pantaði leggjafötuna og bað um að 5 stykki yrðu sett í BBQ sósu, þar sem við mæðgur erum ekki sammála hvort er betra.“
Jóhanna Ósk segir allt hafa þarna verið í góðu og „ég borga þetta og fer svo heim. Er við opnuðum pakkana þá blasti við allt annað en leggir (sem áttu að vera)! Vissulega voru 5 bitarnir í BBQ sósu og hinir 5 bara orginal en það var 1 leggur og allt hitt voru bringubitar og held ég 2 vængir!
Ég hringdi til þeirra í Faxafeninu og kvartaði, því við vildum fá leggi. Þvílíkum dónaskap hef ég aldrei orðið fyrir á mínum 65 ára lífsferli!“ segir Jóhanna Ósk og bætir við:
„Það var stúlka sem svaraði mér og hún kunni greinilega alls ekki neina kurteisi né mannasiði. Hún svaraði mér með svo miklum hroka og dónaskap. Ég sagðist hafa pantað 10 leggja fötu og 5 áttu að vera orginal og 5 í BBQ sósu EN það sem í kössunum var mestmegnis bringubitar og einhverjir vængir og 1 leggur! Hún margsagði að það gæti alls ekki verið að ég hefði fengið svo marga bringubita því þá hefðu þau þurft að steikja yfir 100 kjúklinga og það hefðu þau ekki gert í dag (það er 1 bringa á hverjum fugli og hverri bringu skipt í 4 bita) þannig að það stenst engan veginn.
Hún margendurtók að það gæti alls ekki verið að ég hefði fengið þetta en ég varð svo fjúkandi vond er ég horfði á þessa bita og hún á hinum endanum trúði mér alls ekki. Ég sagðist bara koma með þetta til að sýna henni. Já endilega komdu bara, þú skalt bara gera það! Hún margtuggði það og skellti svo á mig!“
Hún fór með bitana til baka:
„Jú ég fór með þetta og var alveg foxandi ill! Er ég kom á staðinn kom stúlka að afgreiða mig og hún kannaðist við málið, opnaði kassana og sagði þetta eru ekki allt bringubitar! Ég skal gefa þér leggi í staðinn!!!! Þú ert ekki að gefa mér eitt né neitt því ég er búin að greiða fyrir 10 leggi svaraði ég. Er hún kom svo aftur með rétta pöntun spurði ég hana hvort það hefði verið hún sem ég talaði við í símann og jánkaði hún því. Ég sagði henni að hún þyrfti að læra betur bæði almenna kurteisi og mannleg samskipti. Hún tuðaði eitthvað en ég fór með mína 10 leggi eins og ég pantað. Ég get alveg sagt ykkur að kvöldmaturinn var sko alls ekki eins ljúffengur og til stóð og það verður einhver bið á að ég fari á KFC.“