Í veðrinu gengur á með norðan strekkingi sem og dálitlum éljum á Norður- og Austurlandi en bjart í öðrum landshlutum.
Svo virðist sem við hér á klakanum ætlum að sleppa við djúpa lægð um rúmlega 500 kílómetra norðvestur af Írlandi er olli hvassviðri og úrhellisrigningu á Bretlandseyjum í gær.
Lægðin veldur mjög líklega norðaustan illviðri í Færeyjum í dag.
Á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum getur fólk búist við hvössum vindstrengjum er berast ofan af jöklum og hálendinu og varasamar aðstæður geta skapast fyrir ökutæki er taka á sig mikinn vind.
Áfram verður kalt í veðri í dag og á morgun herðir aðeins á frosti.