Píratinn Birgitta Jónsdóttir er ekki hrifinn af því hvernig kosningabaráttan hefur þróast og nefnir dæmi um slíkt.
Segir:
„Margur flokkurinn orðinn örvæntingu að bráð og tilraunir til að fanga athygli verða sífellt vandræðalegri.“
Birgitta bætir því við að „tilraunir til réttlætingar á tilverurétti snúast núna um að éta óætan mat, keppa í að búa til mat, tattú með mat og loforðin maður lifandi, loforðin verða með hverjum deginum skrautlegri.“
Það er góður húmor í Birgittu, líkt og áður, og hún endar yfirferð sína á þessum orðum:
„Ég myndi hlæja ef þetta væri ekki pínlegt eins og einmana útrunnin brauðterta.“