Tíu manns gistu fangaklefa lögreglunnar í morgun. Flestir voru handteknir að undangengnu ofbeldi. Þrír menn sem ruddust inn á heimili í austurborginni eru þeirra á meðal. Lögreglan sinnti hjálparbeiðni fórnarlamba árásarinnar og náði mönnunum og fangelsaði þá. Málið er í rannsókn.
Tilkynnt var um mikinn hávaða frá veitingastað í Hafnarfirði. Í ljós kom að starfsfólk var að prófa nýja karaókígræju.
Skemmdarverk var unni á stigagangi fjölbýlishúss í Breiðholti. Lögregla mætti á staðinn.
Umferðarslys varð í Kópavogi. Ökumaður reyndist vera undir áhrifum áfengis. Hann var handtekinn og læstur inni í fangaklefa.
Ungur ökumaður var á hálum ís þegar hann gerði sér að leik að aka á íslögðu vatni. Lögregla veitti honum tiltal og ræddi við hann um þær hættur sem fylgja slíku athæfi.
Maður bvar handtekinn, grunaður um líkamsárás og eignaspjöll í úthverfi Reykjavíkur. Ofbeldismaðurinn var fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangaklefa.