Einhver furðulegasta auglýsing seinni tíma birtist á heilsíðu í Mogganum í dag. Auglýsingin er sett fram í nafni Steinunnar Þórðardóttur, formanns Læknafélags Íslands og hefst á þeim orðum að líklega hafi „verkföll lækna hafist á miðnætti“ en það sé þó ekki víst.
Í auglýsingu Steinunnar, sem barist hefur af mikilli elju fyrir kjörum lækna, segir að ef verkfall sé veruleikinn sé það öðru sinni sem læknar grípi til aðgerða til að knýja fram leiðréttingar á kjörum sínum. Öryggi sjúklinga er þó ekki ógnað þar sem í gildi er neyðarmönnun á öllum stofnunum. Óhjákvæmilegt sé þó að verkfallsaðgerðir valdi óþægindum. Það þyki læknum mjög miður.
Auglýsingin er smekkleg, burtséð frá fjölmiðlinum. Vandinn er sá að sklilaboðin eiga ekki erindi við þá fáu sem enn lesa Moggann. Verkfallinu var nefnilega aflýst í gærkvöld og ekkert þarf að réttlæta í þeim efnum.
Lokaorð auglýsingar Lækna-Steinunnar eru þau að það sé von íslenskra lækna að stjórnmálamenn hlusti á vilja þjóðarinnar þannig að uppbygging læknisþjónustu og heilbrigðiskerfisins verði fremst í forgangsröðinni á næsta kjörtímabili. Það eru orð að sönnu en varta efni í heilsíðuauglýsingu …