Enn hefur leitin að frægasta ketti landsins, Diego, engan árangur borið. Einstaklingur sást fara með hann í strætisvagn í gærkvöldi og úr honum aftur við Bíó Paradís.
Hjálparsamtökin Dýrfinna, sem sérhæfir sig í að finna týnd dýr, birtu tilkynningu fyrir stundu á Facebook þar sem lýst var eftir Diego og var orðum sérstaklega beint að þeim aðila sem tók köttinn.
Hér má sjá tilkynninguna í heild sinni:
DIEGO SKEIFUKISI ER TÝNDUR! (DIEGO IS LOST!)
Mannlíf heyrði í Söndru Ósk Jóhannsdóttur, sjálfboðaliða hjá Dýrfinnu og spurði hvort eitthvað væri að frétt af leitinni.
Sandra Ósk svaraði:
„Það er ekkert nýtt að frétta en verið að skoða allar ábendingar og myndefni sem er til staðar.“