Alvarlegt umferðarslys á Langholtsvegi rétt eftir klukkan 17 í gær. Ekið var á gangandi vegfaranda. Ekki liggur fyrir um líðan hans að svo stöddu. Tildrög slyssins eru til rannsóknar.
Kallað var eftir aðstoð lögreglu að hóteli í austurborginni. Uppgefin ástæða var sú að einstaklingar hefðu komið sér í gistingu með svikum og prettum. Þegar lögreglu bar að garði reyndist um misskilning að ræða.
Ökumaður var kærður fyrir notkun farsíma við akstur.
Ökumaður var stöðvaður af Hafnarfjarðarlögreglu við almennt eftirlit og krafinn um ökuskírteini. Við skoðun vaknaði grunur um að falsað skírteini væri að ræða og ökumaðurinn mögulega án gildra réttinda. Málið er í rannsókn.
Ökumaður var stöðvaður í akstri á stolinni bifreið, grunaður um vímuakstur. Hann var handtekinn og læstur inni í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Tilkynnt um eld í bifreið í GrRafarvogi. Altjón á bifreiðinni en engin slys á fólki.