Miðvikudagur 27. nóvember, 2024
4.2 C
Reykjavik

Björn er þreyttur á lygum stjórnmálamanna: „Á að vita betur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson segir í nýrri færslu á Facebook að honum þyki þreytandi að hlusta á stjórnmálamenn ljúga og er þar að vísa í orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, í hlaðvarpsþættinum Grjótakastið.

Mikið afskaplega er þreytandi að hlusta á stjórnmálamenn ljúga.

Í nýjum Grjótkastsþætti segir formaður Miðflokksins að flóttafólk eigi að sækja um hæli í fyrsta örugga landinu sem þau koma til. Þar vitnar hann í mannréttindasáttmála Evrópu.

Þetta er rangt og formaður Miðflokksins á að vita betur.

Það eru heldur engir aðrir sáttmálar, lög eða reglur sem bæta þessari skyldu við á flóttafólk – þó það hafi lengi verið þannig að ýmsir hafi viljað bæta því við,“ skrifar Píratinn um málið.

Er það nema furða að það sé ekki hægt að eiga vitræna og skynsama umræðu um þessi mál þegar formaður heils flokks lýgur svona að fólki? Flokks sem kennir sig við skynsemi meira að segja,“ heldur hann áfram.

Ljúga að börnum

Einnig greinir Björn frá að hann hafi heyrt fulltrúa frá Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum segja við grunnskólabörn að samkvæmt Dyflinarreglugerðinni bæri okkur skylda að senda flóttamenn í burtu en Björn leiðrétti þá lygi og sagði að Íslandi væri heimilt að gera það. Mikill munur væri á þeim orðum.

„Það getur vel verið að þessir flokkar vilji að það sé skylda – en þá verða þeir bara að tala þannig. Segja að það sé stefna þeirra að breyta þessu – í staðinn fyrir að reyna að ljúga að fólki.

- Auglýsing -

Já, þetta er hörð ásökun og ég veit að það fer rosalega illa í fólk oft þegar það er verið að ásaka fólk um lygar. Ég nenni bara ekki að vera að sykurhúða svona augljósar lygar þannig að þær renni betur niður. Það þarf að segja hlutina skýrt og greinilega,“ skrifar Björn svo að lokum um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -