Miðvikudagur 27. nóvember, 2024
4.2 C
Reykjavik

Pistill um dúett og pólitík

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á dögunum drukkum við hjónin kaffi hjá 92 ára gamalli vinkonu okkar, ættaðri að norðan. Hún sagðist ætla að kjósa sósíalistaflokkinn í komandi kosningum og við fengum að hlusta á minningarbrot liðinna tíma um baráttu verkafólksins fyrir lágmarkslaunum og lýsingu á kröppum kjörum kvenna á plani. Þetta var eftirminnileg stund. Ég er sjálfur ættaður af Látraströnd og er nokkuð meðvitaður um sögu þjóðarinnar, barning og baráttu fyrir mannsæmandi lífi. Davíð Stefánsson orti um þetta:

Sjá, dagar koma, ár og aldir líða, og enginn stöðvar tímans þunga nið.
Í djúpi andans duldir kraftar bíða. -Hin dýpsta speki boðar líf og frið.-
Í þúsund ár bjó þjóð við nyrstu voga.
Mót þrautum sínum gekk hún, djörf og sterk,
í hennar kirkjum helgar stjörnur loga, og hennar líf er eilíft kraftaverk.

Á sjöunda áratug aldarinnar sem leið var ég um tíma nemandi Garðars Cortes. Við sungum dúetta; ég bassann en hann tenórinn og svo æfði hann mig í að syngja einsöng. Námskeiðinu lukum við ekki, en sammæltumst um að hittast síðar og syngja saman þetta gullfallega lag, „sjá dagar koma“, og yrði það lokaatriði samstarfs okkar, en báðir vorum við nemendur Jóns Hjörleifs á Hlíðardalsskóla á sínum tíma, Garðar þó áratug á undan mér.

Ég hitti svo Garðar á Eyrarbakka um það leyti sem hrunið dundi á og við ákváðum að æfa fyrir lokaatriðið, en eitthvað kom uppá og málinu var enn frestað. Í miðju covidinu datt mér svo í huga að hlusta á aðra syngja lagið, spilaði af „youtube“ og „spotfy“ og hvað þetta allt heitir, allskonar útgáfur og söng með. Ég datt niður á Björgvin Halldórsson syngja lagið og fannst hann gera þessu snilldarlega góð skil, afslappaður og lagviss eins og hans er vísa.

Ég hitti svo Garðar uppi í óháða söfnuðinum hjá séra Pétri og við ákváðum að hittast á Landakoti. Ég sagði Garðari frá snilld Bjögga og að nú væri ég tilbúinn í þetta verkefni. Nú skyldi látið til skarar skríða. „Þú kemur uppeftir og við rúllum þessu upp“, sagði Garðar. Þetta var um páskana í fyrra. 

Úr þessu varð ekki, Garðar Cortes lést á vormánuðum  í fyrra og varð mörgum harmdauði. Við Garðar verðum bara að eiga þetta inni og í staðinn að syngja saman á einhverjum himnakonsertinum í eilífðinni , þvi það sem ógert er á jörðu klárar maður á himnum. Það er bara þannig. Blessuð sé minnig þeirra Garðars og Jóns Hjörleifs, sem einnig lést fyrir skömmu.

- Auglýsing -

Í huganum enduróma línurnar úr texta Davíðs:

Í þúsund ár bjó þjóð við nyrstu voga.  Mót þrautum sínum gekk hún, djörf og sterk, í  hennar kirkjum helgar stjörnur loga, og hennar líf er eilíft kraftaverk.

Kannski skuldum við þjóðinni að kjósa sósíalistaflokkinn í komandi kosningum?

- Auglýsing -

Hugmynd konunnar að norðan er bráðsnjöll og vel þess virði að íhuga. 

Skírnir Garðarsson

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -