Fimmtudagur 28. nóvember, 2024
-5.3 C
Reykjavik

Sláandi samanburður á höfuðborgum Norðurlandanna: „Kostnaðurinn við að vera Íslendingur er svo hár“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kostnaður Reykvíkinga við að leigja og lifa er miklu hærri en gerist í öðrum höfuðborgum Norðurlandanna. Þórður Víkingur Friðgeirsson, verkfræðingur og kennari við Háskólann í Reykjavík birti samanburð á leigu og kaupmætti í Reykjavík og svo í höfuðborgum Norðurlandanna á Facebook og er óhætt að segja að niðurstaðan sé sláandi.

Færsla Þórðar Víkings hefur vakið mikla athygli en þegar þessi frétt er skrifuð hefur henni verið deilt á fjórða tug á Facebook. Kennarinn notaðist við tölfræðiupplýsingar af vefsíðunni numbeo.com, þar sem hægt er að sjá ýmsa tölfræði um heiminn og kostnaðinn sem fylgir því að búa í mismunandi löndum og borgum. Þórður Víkingur ber saman leiguverð og kaupmátt í Reykjavík við það sama í höfuðborgum Norðurlandanna. Niðurstaðan er ekki Reykvíkingum í hag. Spyr kennarinn í færslunni: „Ég spyr, er ekki stóra verkefni stjórnmálanna að lækka kostnaðinn við að vera Íslendingur?“

Hér má sjá færslu Þórðar Víkings í heild sinni:

„Það er ekki alveg úr lausu lofti gripið þegar að stjórnmálamennirnir segja okkur að við Íslendingar höfum það gott. Þó skiptir máli við hvað er miðað. Á numbeo.com kemur t.d. eftirfarandi fram:

Leiga er 28,5% lægri og kaupmáttur (local purchasing power) 23% meiri í Stokkhólmi en Reykjavík.
Í Kaupmannahöfn er leigan 10,2% lægri og kaupmáttur 21,9% meiri en í Reykjavík.
Í Osló er leigan 27,1% lægri og kaupmátturinn 13,3% meiri en í Reykjavík.
Í Helsinki er leigan 43,2% lægri og kaupmátturinn 10% meiri en í Reykjavík.
Í Þórshöfn í Færeyjum er leigan 46,2% lægri en í Reykjavík en gagnagrunnurinn hefur ekki upplýsingar til að reikna staðbundna kaupmáttinn.
Miðgildi meðallauna er hæst á Íslandi en kostnaðurinn við að vera Íslendingur er svo hár að allt þetta kaup kemur fyrir lítið.
Ég spyr, er ekki stóra verkefni stjórnmálanna að lækka kostnaðinn við að vera Íslendingur?
Þá er ekki er að furða að margir Íslendingar kjósi að dvelja stóran hluta ársins á Tene. Kostnaður við að lifa (cost of living) að teknu tilliti til leigu er 52% lægri í Santa Cruz en í Reykjavík. Í Bologna á Ítalíu, þar sem ég dvaldi í rannsóknaleyfi fyrir skemmstu, er kostnaðurinn við að lifa að teknu tilliti til leigu 33% lægri en í Reykjavík.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -