Altjón varð eftir að eldur kviknaði í bifreið í Mosfellsbæ.
Skráningarmerki voru fjarlægð af bifreið sem var ótryggð.
Tveimur var vísað út af krá í austurborginni.
Ökumaður handtekinn af Hafnarfjarðarlögreglu, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við skoðun kom í ljós að maðurinn var án gildra ökuréttinda. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð í hefðbundið ferli.
Lögregla komst á snoðir um um mann sem gekk á milli bifreiða í Breiðholtu, líklega að reyna að brjótast inn. Maðurinn fannst á vettvang og var handtekinn og vistaður í þágu rannsóknar málsins.