Föstudagur 29. nóvember, 2024
-10.2 C
Reykjavik

Brotkastið fær óvæntan liðstyrk: „Þessi breyting býður upp á gestagang hjá okkur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brotkastið hefur nú bætt við sig hlaðvarpsþættinu Hluthafaspjallið, sem nú verður hluti af áskriftarkefi Brotkastsins.

Samkomulag hefur náðst um að hlaðvarpsþátturinn Hluthafaspjallið verði hluti af áskriftarkerfi Brotkastsins. „Við erum mjög ánægðir með þessa ákvörðun en með þessu verður dreifing þáttarins aukin samfara því að við göngum inn áskriftakerfi Brotkastsins. Við teljum þetta eðlilegt skref og það gefur okkur færi á að þróa þáttinn enn frekar,“ segir Sigurður Már Jónsson, annar umsjónaraðila Hluthafaspjallsins. Með honum er Jón G. Hauksson en hann var ritstjóri Frjálsrar verslunar um langt árabil. Sigurður Már starfaði á Viðskiptablaðinu frá 1995 til 2008 og var um skeið ritstjóri blaðsins. Þeir hófu að birta Hluthafaspjallið í októberbyrjun og hafa fengið góð viðbrögð meðal hlustenda en þar eru hluthafamarkaðir og viðskiptalífið krufin á heildstæðan hátt.


„Hluthafaspjallið hefur vakið athygli fyrir frískleg efnistök og djúpa þekkingu á fjármálamörkuðum. Við teljum að þetta verði frábær viðbót inn í áskriftakerfi okkar á Brotkast.is sem við erum nú að útvíkka og stækka. Með tilkomu Hluthafaspjallsins munum við geta boðið efni sem ætti að höfða til nýs hóps áskrifenda,“ sagði Frosti Logason hlaðvarpsstjórnandi og stofnandi Brotkastsins. Hluthafaspjallið bætist þá í hóp fleiri góðra þátta á Brotkast.is eins og Harmageddon, Spjallið með Frosta Logasyni og Fullorðins með Kiddu Svarfdal. Þættirnir fást allir í sama pakka fyrir eitt áskriftarverð.

„Með samvinnu við Brotkast.is getum við aukið dreifingu efnis frá okkur á fleiri samfélagsmiðla þó að áskrifendur Brotkastsins sitji einir að þættinum í heild sinni. En á móti kemur að langar klippur úr þættinum verða settar inn á samfélagsmiðla eins og Instagram, Facebook, X.com og YouTube – og við það nær efni úr hlaðvarpinu til mun fleiri; ekki aðeins hlustenda heldur líka áhorfenda þar sem hlaðvarpið fer við þessa breytingu í sjónvarp. Þá verða framvegis skrifaðar fréttir upp úr spjalli okkar sem mun vekja enn meiri athygli á hlaðvarpinu. Loks býður þessi breyting upp á gestagang hjá okkur; það verður hægara um vik fyrir okkur að taka á móti gestum í nýju stúdíói,“ segir Jón G. Hauksson. 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -