Það hefur farið lítið fyrir Katrínu Jakobsdóttur á Íslandi síðan hún sagði af sér sem forsætisráðherra fyrr á þessu ári til að bjóða sig fram til forseta Íslands en Katrín lenti þar eftirminnilega í 2. sæti á eftir Höllu Tómasdóttur. Þó var tilkynnt í nóvember að Katrín muni verða formaður nefndar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um loftlagsbreytingar og heilsu og tekur við því starfi í febrúar að öllu óbreyttu. Skiljanlega hefur farið lítið fyrir Katrínu í kosningabaráttunni en hún skipar heiðurssæti á lista hjá Vinstri grænum. Margir stuðningsmenn flokksins eru súrir út í formanninn fyrrverandi og kenna henni um að flokkurinn muni að öllum líkindum detta út af Alþingi. Telja þeir að Katrín hafi verið aðalástæða þess að flokkurinn fór í slæmt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og það sé að koma í hausinn á flokknum núna. Katrín lætur það eflaust lítið á sig fá og segir í nýrri færslu á samfélagsmiðlum að hana hlakki til að kjósa Svandísi Svarsdóttur og flokkinn í komandi kosningum. Mögulega verður það í síðasta sinn sem almenningur mun yfirhöfuð geta greitt Vinstri grænum atkvæði …