Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Hvetur kjósendur VG og Pírata að kjósa taktískt: „Sósíalistar fengju sjö manna þingflokk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Gunnar Smári Egilsson hvetur kjósendur Vinstri grænna og Pírata til að kjósa taktískt og greiðar Sósíalistum atkvæði sitt.

Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson skrifaði færslu í gærkvöldi þar sem hann birtir tölur úr lokakönnun Félagsvísindastofnunar en þar má sjá Sósíalista ná fjórum þingmönnum. Að sama skapi detta Vinstri grænir og Píratar af þingi samkvæmt könnuninni. Gunnar Smári, sem þykir ekki leiðinlegt að skoða tölur, birtir lista yfir fjölda þingmanna sem hver flokkur fyrir sig fær ef könnunin gengur eftir:

„Lokakönnun Félagsvísindastofnunar sýnir Sósíalista með 4 þingmenn en bæði Vg og Píratar utan þings.

Þingheimur miðað við Maskínu (innan sviga breyting frá síðustu kosningum, fyrir flokkaflakk):
Ríkisstjórn:
Sjálfstæðisflokkurinn: 14 þingmenn (–2)
Framsókn: 6 þingmenn (–7)
VG: enginn þingmaður (–8)
Stjórnarandstaða:
Samfylkingin: 15 þingmenn (+9)
Viðreisn: 10 þingmenn (+5)
Miðflokkur: 7 þingmenn (+4)
Flokkur fólksins: 7 þingmenn (+1)
Sósíalistaflokkurinn: 4 þingmenn (+4)
Píratar: enginn þingmaður (–6)“

Að lokum segir klækjarefurinn Gunnar Smári að ef helmingur þeirra sem lýsa yfir stuðningi við VG og Pírata myndu frekar kjósa Sósíalista myndi flokkurinn fá sjö menn á þing.

„6,6% Vg og Pírata nýtast ekki samkvæmt þessari könnun. Ef um helmingur þeirra sem lýsa sig fylgjandi þessum flokkum færa sig taktískt yfir á Sósíalista gætu Sósíalistar fengið sjö manna þingflokk.“

Miðað við athugasemdirnar við færsluna eru skiptar skoðanir á þessari hugmynd Sósíalistaforingjans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -