Einar Steingrímsson stærðfræðingur sendi Skattinum skondinn tölvupóst vegna tíðra skilaboða frá stofnuninni inn á island.is til Einars.
Það eru fáir jafn afkastamiklir færsluhöfundar á Facebook og Einar Steingrímsson, stærðfræðingur og samfélagsrýnir. Þar gagnrýnir hann, að margra mati, réttilega eitt og annað sem betur má fara í samfélaginu en yfirleitt skín kaldhæðnin og húmorinn í gegn. Í gær birti hann tölvupóst sem hann sendi á Skattinn vegna síendurtekinna skilaboða sem Einari hefur borist undanfarið frá stofnuninni. Segir hann að kona hans, Eva Hauksdóttir, lögmaður og aðgerðarsinni, sé farið að gruna að hann eigi í „leynilegu ástarsambandi“ við Skattinn. Biður hann að lokum um að Skatturinn takmarki sendingarnar í ein skilaboð á mánuði. Hér fyrir neðan má lesa hinn skondna tölvupóst:
„From: Einar Steingrimsson